Möguleiki til að fá upplýsingar á tungumáli minnihlutahópa og á hinum norrænu tungumálunum

Möjlighet att få information på minoritetsspråk och nordiska språk – isländska

Samkvæmt samningi á milli Norðurlandanna er lýst rétti íbúa landanna til að nota sitt eigið tungumál innan annars norræns lands (SÖ 1982/93).

Þeir sem tala tungumál minnihlutahópa hafa einnig sakvæmt lögunum um tungumál minnihlutahópa (2009:724) útvíkkaðan rétt til að nota sitt eigið tungumál hjá opinberum stofnunum (þetta á við um finnsku, meänkieli og samísku).

Ef þú átt erindi til Innflytjendastofnunar Svíþjóðar (Migrationsverket) átt þú rétt á því að fá upplýsingar á norsku, dönsku, finnsku, íslensku, meänkieli og á samísku. Það er hins vegar ekki alltaf tiltækt starfsfólk sem talar þessi tungumál þegar þú hringir eða skrifar til okkar. Þessvegna biðjum við þig um að hafa alltaf samband við þann aðila sem fer með þitt mál hjá stofnuninni og segja frá því að þú viljir fá upplýsingar á þínu eigin tungumáli. Þá getur aðilinn bókað viðtal þar sem þú færð aðgang að túlkaþjónustu.

Last updated: